Fótbolti

Arnór lagði upp mark þegar Norrköping fór á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu.
Arnór Ingvi í leik með íslenska U-21 árs landsliðinu. vísir/anton
Arnór Ingvi Traustaon lék allan leikinn þegar Norrköping vann 1-2 útisigur á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Með sigrinum komst Norrköping á topp deildarinnar en liðið er með 48 stig, einu stigi meira en IFK Göteborg sem mætir Helsingborg á sunnudaginn. Þetta var þriðji sigur Norrköping í röð.

Arnór átti fínan leik og lagði upp seinna mark Norrköping fyrir Alexander Fransson á 45. mínútu. Tveimur mínútum hafði Emir Kujiovic komið liðinu yfir.

Marcus Antonsson minnkaði muninn fyrir Kalmar með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu en nær komust heimamenn ekki.

Arnór hefur skorað fimm mörk og átt fimm stoðsendingar í sænsku deildinni á tímabilinu en hann er á sínu öðru tímabili hjá Norrköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×