Tillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt á nýjan leik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 13:52 TF-GNÁ gæti verið á leið á Suðurnesin. vísir/vilhelm Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira