Fótbolti

Dýrmæt stig í súginn hjá Rosengård

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif stóð fyrir sínu í vörn Göteborg sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjum.
Arna Sif stóð fyrir sínu í vörn Göteborg sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjum. vísir/valli
Rosengård tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Kopparbergs/Göteborg í kvöld.

Sara Björk Gunnarsdóttir var að venju í byrjunarliði Rosengård en var tekin af velli eftir 62. mínútna leik.

Rosengård er nú með 39 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Eskilstuna United sem á leik til góða.

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn í miðri vörn Göteborg sem er í 5. sæti deildarinnar með 29 stig.

Sara og Arna eru báðar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Hvíta-Rússlandi í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×