Glötuð tækifæri í fjárlögum Árni Páll Árnason skrifar 11. september 2015 10:00 Ný fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndarlegum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang. En það er sárt að sjá að þeir sem færðu fórnirnar fá ekki ávinninginn af viðsnúningnum. Skilaboðin til barnafjölskyldna í fjárlagafrumvarpinu eru einföld: Haldið áfram að flytja burt af landinu. Hækkandi laun valda því að grimmar tekjuskerðingar og tekjuviðmið í barnabóta-, vaxtabóta-, fæðingarorlofs- og húsaleigubótakerfi skilja fleiri og fleiri fjölskyldur á meðaltekjum eftir án nokkurs stuðnings af hálfu hins opinbera. Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir. Þessum stuðningskerfum var í upphafi ætlað að jafna aðstöðu þorra fólks eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum, en þau eru nú að breytast í láglaunabætur. Nú hefði verið kjörið að nýta svigrúm til að rýmka þessi skerðingarmörk í stað þess að láta þau óhreyfð. Það þarf líka að bæta í framlög til húsnæðismála. Ný framlög til leiguíbúða leysa ekki húsnæðisvandann og það er athyglisvert að þau eru einungis jafnhá og það sem ríkið sparar sér með því að ryðja meðaltekjufólki út úr vaxtabótakerfinu. Framlögin eru því í raun tilflutningur á peningum en ekki aukning til húsnæðismála. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram frumvarp til að tryggja að aldraðir og örorkulífeyrisþegar njóti umsaminna lágmarkslauna upp á 300.000 krónur. Það er ekki sæmandi að ætla öldruðum og þeim sem geta ekki unnið fyrir sér að lifa á lægri framfærslu en almennt er viðurkennt að sé lágmarksviðmið. Það er gott að fella niður tolla á fötum og skóm, en óskiljanlegt að ríkisstjórnin rembist áfram við að halda matarverði háu með ofurtollum á matvæli. Best hefði verið að nýta allt svigrúm til skattalækkana til að lækka tryggingagjaldið: Styðja þannig við nýsköpun og þekkingu og auðvelda fyrirtækjunum að hækka laun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ný fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndarlegum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang. En það er sárt að sjá að þeir sem færðu fórnirnar fá ekki ávinninginn af viðsnúningnum. Skilaboðin til barnafjölskyldna í fjárlagafrumvarpinu eru einföld: Haldið áfram að flytja burt af landinu. Hækkandi laun valda því að grimmar tekjuskerðingar og tekjuviðmið í barnabóta-, vaxtabóta-, fæðingarorlofs- og húsaleigubótakerfi skilja fleiri og fleiri fjölskyldur á meðaltekjum eftir án nokkurs stuðnings af hálfu hins opinbera. Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir. Þessum stuðningskerfum var í upphafi ætlað að jafna aðstöðu þorra fólks eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum, en þau eru nú að breytast í láglaunabætur. Nú hefði verið kjörið að nýta svigrúm til að rýmka þessi skerðingarmörk í stað þess að láta þau óhreyfð. Það þarf líka að bæta í framlög til húsnæðismála. Ný framlög til leiguíbúða leysa ekki húsnæðisvandann og það er athyglisvert að þau eru einungis jafnhá og það sem ríkið sparar sér með því að ryðja meðaltekjufólki út úr vaxtabótakerfinu. Framlögin eru því í raun tilflutningur á peningum en ekki aukning til húsnæðismála. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram frumvarp til að tryggja að aldraðir og örorkulífeyrisþegar njóti umsaminna lágmarkslauna upp á 300.000 krónur. Það er ekki sæmandi að ætla öldruðum og þeim sem geta ekki unnið fyrir sér að lifa á lægri framfærslu en almennt er viðurkennt að sé lágmarksviðmið. Það er gott að fella niður tolla á fötum og skóm, en óskiljanlegt að ríkisstjórnin rembist áfram við að halda matarverði háu með ofurtollum á matvæli. Best hefði verið að nýta allt svigrúm til skattalækkana til að lækka tryggingagjaldið: Styðja þannig við nýsköpun og þekkingu og auðvelda fyrirtækjunum að hækka laun.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun