Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 14:26 Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni en fyrsta umræða um það stendur nú yfir á Alþingi. vísir/GVA „Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
„Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28