Ást fyrir alla Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun