Ný heimsmarkmið Gunnar Bragi Sveinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa 25. september 2015 10:08 Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun