Starfshópur ráðherra: Leggja til að foreldrar geti samið um skipta búsetu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 11:09 Skipt búseta verður skráð í Þjóðskrá Íslands nái tillögur starfshópsins í gegn. Vísir/Getty Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015. Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015.
Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira