Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 22. september 2015 21:30 Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Laugardalsvellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hefði með réttu átt að vinna mun stærri sigur. Mörkin urðu aðeins tvö og komu í sitthvorum hálfleiknum. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir á 30. mínútu eftir góða skyndisókn og sendingu Hörpu Þorsteinsdóttur. Dagný Brynjarsdóttir bætti öðru marki við á 73. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur sem átti frábæran leik í stöðu vinstri bakvarðar. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og hún fékk upplagt tækifæri til að skora í tímamótaleiknum en skaut yfir úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Munurinn á Íslandi og Hvíta-Rússlandi er mikill og það sást bersýnislega í ljós í kvöld. Íslenska liðið er einfaldlega miklu sterkara en það hvít-rússneska og sýndi það í þessum leik. Íslensku stelpurnar komu framarlega á völlinn og pressuðu vörn Hvít-Rússa stíft. Gestirnir höfðu fá svör við þessari pressu íslenska liðið og enduðu oftast á því að þruma boltanum fram, beint á leikmenn íslenska liðsins sem hófu strax nýja sókn. Hvít-Rússarnir höfðu engin sóknarvopn og íslenska vörnin átti afar náðugt kvöld. Eina hættan sem skapaðist upp við íslenska markið kom eftir fáránlega sendingu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur til baka. Anna Pilipenko komst inn í sendinguna en Guðbjörg Gunnarsdóttir var fljót út úr markinu og bjargaði. Íslenska liðsins var meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og skapaði sér nóg af færum, bæði í opnum leik og eftir föst leikatriði. Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný fengu báðar góð færi eftir föst leikatriði á fyrstu 10 mínútum leiksins og á 13. mínútu fékk Anna Björk dauðafæri eftir aukaspyrnu en þrumaði boltanum hátt yfir. Á 24. mínútu átti Hólmfríður svo fremur slakt skot beint á markið eftir frábæran sprett. Fanndís Friðriksdóttir hefði auk þess átt fá að vítaspyrnu á 22. mínútu þegar hún skaut í hendi varnarmanns Hvít-Rússa en slakur dómari leiksins, Marija Kurtes, dæmdi ekkert. Fanndís hefði einnig getað fengið víti eftir 35 mínútur en Kurtes lét sér aftur fátt um finnast. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Íslenska liðið sótti og sótti en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna framan af hálfleiknum. Harpa fékk nokkur ákjósanleg færi en henni voru mislagðar fætur inni í vítateignum. Margrét Lára og Sara Björk áttu einnig fínar tilraunir og Hólmfríður fékk svo sannkallað dauðafæri á 69. mínútu en skallaði framhjá eftir frábæra fyrirgjöf Fanndísar. Annað markið lét bíða eftir sér en kom loks á 73. mínútu. Hallbera átti þá enn eina gullsendinguna inn á teiginn og Dagný gerði það sem hún gerir best, skilaði sér inn á teiginn og skallaði boltann af öryggi framhjá Ekaterina Kovalchuk í marki Hvít-Rússa. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Hörpu á 70. mínútu og sex mínútum síðar hefði hún svo átt að koma íslenska liðinu í 3-0 þegar hún skallaði framhjá úr dauðafæri eftir fyrirgjöf Hólmfríðar. Margrét Lára fékk svo enn betra færi til að skora þriðja markið á 79. mínútu en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að skot Hallberu fór í hendi varnarmanns gestanna. Íslenska liðið fékk fleiri færi til að bæta við forskotið en nýtti þau ekki. Niðurstaðan samt öruggur íslenskur sigur sem hefði að ósekju mátt vera talsvert stærri. En stigin þrjú er það sem skiptir mestu máli.Glódís Perla Viggósdóttir.Vísir/VilhelmGlódís: Þakklát fyrir stuðninginn Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu.Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.vísir/vilhelmFreyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn. "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson.Hallbera Gísladóttir hoppar upp á hópinn þegar stelpurnar fagna marki Hólmfríðar Magnúsdóttur.Vísir/VilhelmHallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér "Lykilatriðið er að fá þrjú stig, en auðvitað erum við svekktar með að skora ekki fleiri mörk," sagði Hallbera Gísladóttir, bakvörður kvennalandsliðsins, við Vísi eftir 2-0 sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafi og lögðu varnarsinnað lið Hvíta-Rússlands auðveldlega að velli. Mörkin hefðu þó átt að vera fleiri miðað við hvað Ísland var mikið með boltann. "Þegar þær fengu boltann reyndu þær eitthvað aðeins að senda hann á milli sín en svo spörkuðu þær bara út af. Það er alltaf erfitt að komast í gegnum svona varnarpakka en við náðum að skora tvö í dag," sagði Hallbera. "Það var ógeðslega blautt en við náðum að halda boltanum vel. Við þurfum bara að æfa okkur meira að opna svona varnir. Við erum að fara að spila á móti liðum sem eru slakari en við og munum lenda í svipuðum leikjum oftar." Hallbera óð upp vinstri kantinn skipti eftir skipti í kvöld og átti margar frábærar fyrirgjafir. Það var ekki fyrr en Dagný Brynjarsdóttir mætti einu sinni á fjærstöngina í seinni hálfleik sem íslenska liðið nýtt eitthvað af þessum gullfallegu sendingum hennar. "Þær áttu að skora þrjú mörk allavega," sagði Hallbera hress og kát að lokum.Hólmfríður: Ekkert skemmtilegra en að spila í svona stemmningu "Ég er ánægð með þessi þrjú stig, það var erfitt að opna þær og þær spiluðu mjög aftarlega. En við héldum góðu tempói í spilinu og héldum boltanum vel innan liðsins og mér fannst það ganga mjög vel. "Við sköpuðum okkur mörg færi sem við hefðum mátt nýta betur," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir eftir 2-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hólmfríður skoraði fyrra mark Íslands eftir hálftíma leik en hún skoraði einnig tvö mörk í æfingaleiknum gegn Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. "Ég er að eldast en ég skora ennþá. Það er gott fyrir mig og gott fyrir liðið. Það er ánægjulegt að geta fært það sem ég hef verið að gera í Noregi í sumar inn í landsliðið," sagði Hólmfríður sem hefur átt gott tímabil með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. Hólmfríður segir að íslenska liðið stefni á að vinna sinn riðil í undankeppninni og tryggja sér þar með sæti í lokakeppninni í Hollandi. "Jú, það er klárt að við ætlum okkur að vinna riðilinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við getum ekki hugsað sem svo að við séum komnar til Hollands. "Þetta verða allt erfiðir leikir og liðin munu eflaust flest leggjast til baka á móti okkur," sagði Hólmfríður sem var ánægð með stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ánægð með alla sem mættu á leikinn, Tólfan var frábær í kvöld og svona á þetta að vera í hverjum leik. Það er ekkert skemmtilegra en að vera í bláu treyjunni á heimavelli í svona stemmningu," sagði Hólmfríður að lokum.Fanndís: Vissum að þetta tæki tíma Fanndís Friðriksdóttir, markadrottning Pepsi-deildar kvenna 2015, átti góðan leik þegar Ísland bar 2-0 sigurorð af Slóvakíu í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var skiljanlega sátt eftir leikinn. "Þetta er góð byrjun. Við vorum töluvert betra liðið í leiknum en það var erfitt að opna þær. En við náðum því nokkrum sinnum og hefðum mátt skora fleiri mörk," sagði Fanndís sem var duglega að sækja á vinstri bakvörð gestanna í leiknum. En hvaða fyrirmæli fékk hún fyrir leikinn? "Að keyra utan á hana, fara meðfram endalínunni og koma boltanum fyrir. Það er erfitt að verjast boltum sem koma á ská inn í teiginn. Svo erum við með gríðarlega góða skallamenn og ætluðum að nýta það," sagði Fanndís en bæði mörk Íslands komu eftir fyrirgjafir. Ísland vann 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik á fimmtudaginn sem var eins konar "general-prufa" fyrir þennan leik. Fanndís segir að íslenska liðið hafi spilað betur í kvöld en í leiknum gegn Slóvakíu. "Já, þetta var allt öðruvísi leikur. Þessar lágu bara í vörn en hinar reyndu að sækja. Mér fannst Hvít-Rússar aldrei líklegir til að skora mark en mér fannst þær koma hingað til að halda jafnteflinu," sagði Fanndís og bætti við: "Við þurftum að sýna þolinmæði og vissum að þetta myndi taka tíma. Það var mikilvægt að detta ekki niður á þeirra plan. Það er auðvelt á móti svona liðum," sagði Fanndís að lokum.Dagný Brynjarsdóttir fagnar seinna marki sínu með stelpunum. Vísir/VilhelmMargrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/VilhelmFreyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins.Vísir/Vilhelm Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Laugardalsvellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hefði með réttu átt að vinna mun stærri sigur. Mörkin urðu aðeins tvö og komu í sitthvorum hálfleiknum. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslandi yfir á 30. mínútu eftir góða skyndisókn og sendingu Hörpu Þorsteinsdóttur. Dagný Brynjarsdóttir bætti öðru marki við á 73. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur sem átti frábæran leik í stöðu vinstri bakvarðar. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og hún fékk upplagt tækifæri til að skora í tímamótaleiknum en skaut yfir úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Munurinn á Íslandi og Hvíta-Rússlandi er mikill og það sást bersýnislega í ljós í kvöld. Íslenska liðið er einfaldlega miklu sterkara en það hvít-rússneska og sýndi það í þessum leik. Íslensku stelpurnar komu framarlega á völlinn og pressuðu vörn Hvít-Rússa stíft. Gestirnir höfðu fá svör við þessari pressu íslenska liðið og enduðu oftast á því að þruma boltanum fram, beint á leikmenn íslenska liðsins sem hófu strax nýja sókn. Hvít-Rússarnir höfðu engin sóknarvopn og íslenska vörnin átti afar náðugt kvöld. Eina hættan sem skapaðist upp við íslenska markið kom eftir fáránlega sendingu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur til baka. Anna Pilipenko komst inn í sendinguna en Guðbjörg Gunnarsdóttir var fljót út úr markinu og bjargaði. Íslenska liðsins var meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og skapaði sér nóg af færum, bæði í opnum leik og eftir föst leikatriði. Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný fengu báðar góð færi eftir föst leikatriði á fyrstu 10 mínútum leiksins og á 13. mínútu fékk Anna Björk dauðafæri eftir aukaspyrnu en þrumaði boltanum hátt yfir. Á 24. mínútu átti Hólmfríður svo fremur slakt skot beint á markið eftir frábæran sprett. Fanndís Friðriksdóttir hefði auk þess átt fá að vítaspyrnu á 22. mínútu þegar hún skaut í hendi varnarmanns Hvít-Rússa en slakur dómari leiksins, Marija Kurtes, dæmdi ekkert. Fanndís hefði einnig getað fengið víti eftir 35 mínútur en Kurtes lét sér aftur fátt um finnast. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Íslenska liðið sótti og sótti en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna framan af hálfleiknum. Harpa fékk nokkur ákjósanleg færi en henni voru mislagðar fætur inni í vítateignum. Margrét Lára og Sara Björk áttu einnig fínar tilraunir og Hólmfríður fékk svo sannkallað dauðafæri á 69. mínútu en skallaði framhjá eftir frábæra fyrirgjöf Fanndísar. Annað markið lét bíða eftir sér en kom loks á 73. mínútu. Hallbera átti þá enn eina gullsendinguna inn á teiginn og Dagný gerði það sem hún gerir best, skilaði sér inn á teiginn og skallaði boltann af öryggi framhjá Ekaterina Kovalchuk í marki Hvít-Rússa. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Hörpu á 70. mínútu og sex mínútum síðar hefði hún svo átt að koma íslenska liðinu í 3-0 þegar hún skallaði framhjá úr dauðafæri eftir fyrirgjöf Hólmfríðar. Margrét Lára fékk svo enn betra færi til að skora þriðja markið á 79. mínútu en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að skot Hallberu fór í hendi varnarmanns gestanna. Íslenska liðið fékk fleiri færi til að bæta við forskotið en nýtti þau ekki. Niðurstaðan samt öruggur íslenskur sigur sem hefði að ósekju mátt vera talsvert stærri. En stigin þrjú er það sem skiptir mestu máli.Glódís Perla Viggósdóttir.Vísir/VilhelmGlódís: Þakklát fyrir stuðninginn Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu.Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.vísir/vilhelmFreyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn. "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson.Hallbera Gísladóttir hoppar upp á hópinn þegar stelpurnar fagna marki Hólmfríðar Magnúsdóttur.Vísir/VilhelmHallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér "Lykilatriðið er að fá þrjú stig, en auðvitað erum við svekktar með að skora ekki fleiri mörk," sagði Hallbera Gísladóttir, bakvörður kvennalandsliðsins, við Vísi eftir 2-0 sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafi og lögðu varnarsinnað lið Hvíta-Rússlands auðveldlega að velli. Mörkin hefðu þó átt að vera fleiri miðað við hvað Ísland var mikið með boltann. "Þegar þær fengu boltann reyndu þær eitthvað aðeins að senda hann á milli sín en svo spörkuðu þær bara út af. Það er alltaf erfitt að komast í gegnum svona varnarpakka en við náðum að skora tvö í dag," sagði Hallbera. "Það var ógeðslega blautt en við náðum að halda boltanum vel. Við þurfum bara að æfa okkur meira að opna svona varnir. Við erum að fara að spila á móti liðum sem eru slakari en við og munum lenda í svipuðum leikjum oftar." Hallbera óð upp vinstri kantinn skipti eftir skipti í kvöld og átti margar frábærar fyrirgjafir. Það var ekki fyrr en Dagný Brynjarsdóttir mætti einu sinni á fjærstöngina í seinni hálfleik sem íslenska liðið nýtt eitthvað af þessum gullfallegu sendingum hennar. "Þær áttu að skora þrjú mörk allavega," sagði Hallbera hress og kát að lokum.Hólmfríður: Ekkert skemmtilegra en að spila í svona stemmningu "Ég er ánægð með þessi þrjú stig, það var erfitt að opna þær og þær spiluðu mjög aftarlega. En við héldum góðu tempói í spilinu og héldum boltanum vel innan liðsins og mér fannst það ganga mjög vel. "Við sköpuðum okkur mörg færi sem við hefðum mátt nýta betur," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir eftir 2-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hólmfríður skoraði fyrra mark Íslands eftir hálftíma leik en hún skoraði einnig tvö mörk í æfingaleiknum gegn Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. "Ég er að eldast en ég skora ennþá. Það er gott fyrir mig og gott fyrir liðið. Það er ánægjulegt að geta fært það sem ég hef verið að gera í Noregi í sumar inn í landsliðið," sagði Hólmfríður sem hefur átt gott tímabil með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. Hólmfríður segir að íslenska liðið stefni á að vinna sinn riðil í undankeppninni og tryggja sér þar með sæti í lokakeppninni í Hollandi. "Jú, það er klárt að við ætlum okkur að vinna riðilinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við getum ekki hugsað sem svo að við séum komnar til Hollands. "Þetta verða allt erfiðir leikir og liðin munu eflaust flest leggjast til baka á móti okkur," sagði Hólmfríður sem var ánægð með stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ánægð með alla sem mættu á leikinn, Tólfan var frábær í kvöld og svona á þetta að vera í hverjum leik. Það er ekkert skemmtilegra en að vera í bláu treyjunni á heimavelli í svona stemmningu," sagði Hólmfríður að lokum.Fanndís: Vissum að þetta tæki tíma Fanndís Friðriksdóttir, markadrottning Pepsi-deildar kvenna 2015, átti góðan leik þegar Ísland bar 2-0 sigurorð af Slóvakíu í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var skiljanlega sátt eftir leikinn. "Þetta er góð byrjun. Við vorum töluvert betra liðið í leiknum en það var erfitt að opna þær. En við náðum því nokkrum sinnum og hefðum mátt skora fleiri mörk," sagði Fanndís sem var duglega að sækja á vinstri bakvörð gestanna í leiknum. En hvaða fyrirmæli fékk hún fyrir leikinn? "Að keyra utan á hana, fara meðfram endalínunni og koma boltanum fyrir. Það er erfitt að verjast boltum sem koma á ská inn í teiginn. Svo erum við með gríðarlega góða skallamenn og ætluðum að nýta það," sagði Fanndís en bæði mörk Íslands komu eftir fyrirgjafir. Ísland vann 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik á fimmtudaginn sem var eins konar "general-prufa" fyrir þennan leik. Fanndís segir að íslenska liðið hafi spilað betur í kvöld en í leiknum gegn Slóvakíu. "Já, þetta var allt öðruvísi leikur. Þessar lágu bara í vörn en hinar reyndu að sækja. Mér fannst Hvít-Rússar aldrei líklegir til að skora mark en mér fannst þær koma hingað til að halda jafnteflinu," sagði Fanndís og bætti við: "Við þurftum að sýna þolinmæði og vissum að þetta myndi taka tíma. Það var mikilvægt að detta ekki niður á þeirra plan. Það er auðvelt á móti svona liðum," sagði Fanndís að lokum.Dagný Brynjarsdóttir fagnar seinna marki sínu með stelpunum. Vísir/VilhelmMargrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/VilhelmFreyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins.Vísir/Vilhelm
Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira