Margrét Lára: Eigum að vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 14:00 Margrét Lára lék á alls oddi á æfingu í gær. vísir/pjetur „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
„Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30