Þetta verður stór stund fyrir hana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 06:30 Margrét Lára Viðarsdóttir á æfingu í gær. Vísir/Pjetur Íslenska landsliðið stígur í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi þegar stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum í fyrsta leiknum í 1. riðli undankeppninnar. Fyrirfram er íslenska liðið sigurstranglegra en 31 sæti munar á liðunum á styrkleikalista FIFA; Ísland er í 18. sæti hans en Hvíta-Rússlandi í því 49. Leikurinn í kvöld er merkilegri fyrir einn leikmann íslenska liðsins fremur en aðra; Margréti Láru Viðarsdóttur sem leikur sinn 100. landsleik í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins sjötti íslenski fótboltamaðurinn sem kemst í 100-leikja klúbbinn er Margrét lítt upptekin af þessum tímamótum. „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ sagði Margrét sem segir mikilvægt að einbeita sér að verkefninu sem fram undan er: að byrja undankeppnina með sigri og þremur stigum. „Leikurinn og liðið er það sem skiptir öllu máli en það verður gaman að geta vonandi fagnað þremur stigum og 100. leiknum í leikslok,“ bætti Margrét við en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Ungverjum 14. júní 2003. Og að sjálfsögðu skoraði hún í leiknum, fyrsta markið af 71 fyrir landsliðið. Íslenska liðið hefur fengið langan undirbúning fyrir þennan leik en í síðustu viku spiluðu stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. Slóvakía er á svipuðum stað og Hvíta-Rússland á heimslistanum, í 47. sæti, en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari segir þessi austantjaldslið vera svipuð að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts. Freyr segir að það hafi skipt sköpum að hafa fengið leikinn gegn Slóvakíu til að hrista íslenska liðið saman fyrir átökin í kvöld. „Það var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem fékk svör við ýmsum spurningum í Slóvakíu-leiknum. „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn. Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra.“ Hann segir að leikurinn í kvöld sé stór fyrir Margréti Láru sem skoraði eitt markanna gegn Slóvakíu. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100. landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Hún er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Íslenska landsliðið stígur í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi þegar stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum í fyrsta leiknum í 1. riðli undankeppninnar. Fyrirfram er íslenska liðið sigurstranglegra en 31 sæti munar á liðunum á styrkleikalista FIFA; Ísland er í 18. sæti hans en Hvíta-Rússlandi í því 49. Leikurinn í kvöld er merkilegri fyrir einn leikmann íslenska liðsins fremur en aðra; Margréti Láru Viðarsdóttur sem leikur sinn 100. landsleik í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins sjötti íslenski fótboltamaðurinn sem kemst í 100-leikja klúbbinn er Margrét lítt upptekin af þessum tímamótum. „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ sagði Margrét sem segir mikilvægt að einbeita sér að verkefninu sem fram undan er: að byrja undankeppnina með sigri og þremur stigum. „Leikurinn og liðið er það sem skiptir öllu máli en það verður gaman að geta vonandi fagnað þremur stigum og 100. leiknum í leikslok,“ bætti Margrét við en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Ungverjum 14. júní 2003. Og að sjálfsögðu skoraði hún í leiknum, fyrsta markið af 71 fyrir landsliðið. Íslenska liðið hefur fengið langan undirbúning fyrir þennan leik en í síðustu viku spiluðu stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. Slóvakía er á svipuðum stað og Hvíta-Rússland á heimslistanum, í 47. sæti, en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari segir þessi austantjaldslið vera svipuð að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts. Freyr segir að það hafi skipt sköpum að hafa fengið leikinn gegn Slóvakíu til að hrista íslenska liðið saman fyrir átökin í kvöld. „Það var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem fékk svör við ýmsum spurningum í Slóvakíu-leiknum. „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn. Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra.“ Hann segir að leikurinn í kvöld sé stór fyrir Margréti Láru sem skoraði eitt markanna gegn Slóvakíu. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100. landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Hún er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira