Sigmundur leggur til að gamla landspítalahúsinu verði breytt í hótel SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 18:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“ Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ráðast þurfi í verulegar úrbætur á húsnæði Landspítalans við Hringbraut. Hann verði þar í einhvern tíma í viðbót og að byggja gæti þurft við spítalann þannig að hann geti sinnt hlutverki sínu. Þá segir hann að gamla landspítalahúsið gæti hentað prýðilega undir hótel. Þannig væri til dæmis hægt að fjármagna nýjan spítala. Þetta kom fram í máli Sigmundar við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún spurði meðal annars hverjar skoðanir Sigmundar væru á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og hvort hann liti svo á að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í málinu. „Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel og þá má fara að leika sér að því hvað hægt væri að fá fyrir allar þessar byggingar og hugsanlega byggingar rétt þar í kring og hvort jafnvel væri hægt að fjármagna nýjan spítala annars staðar með þeim peningum,“ sagði Sigmundur.„Nú má hvergi sjást autt hús í grennd við miðbæ Reykjavíkur, þá er því breytt í hótel. Gamla landspítalahúsið og margar byggingar þar í kring gætu hentað prýðilega sem hótel.“vísir/pjetur„Menn hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að velta því fyrir sér og þá hef ég lýst því yfir að þegar meira að segja borgin segir að hún muni stoppa verkefnið ef menn leyfi sér að skoða slíka hluti muni ég að sjálfsögðu ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar framkvæmdir og úrbætur á Landspítalanum. Yfirleitt er þó betra að menn leyfi sér að minnsta kosti að velta hlutunum fyrir sér og ræða þá,“ bætti hann við.Að minnsta kosti 21 milljarður fyrir húsin Heiða Kristín nefndi tölur úr skýrslu KPMG þar sem fram kom að byggingarkostnaður myndi reiknast 21 milljarði hærri ef spítalinn yrði hafður á nýjum stað, í stað þess að ráðast í uppbyggingu við Hringbraut. Fasteignir verði því að seljast á um það bil 21 milljarð ef það ætti að koma út á sléttu. Sigmundur sagðist ósammála skýrslunni en fullyrti að það fengjust meira en 21 milljarður fyrir byggingarnar. „Held ég að það sé hægt að slá því föstu að það fengist 21 milljarður og raunar miklu meira en það fyrir allar þessar fasteignir og byggingarrétt á lóðunum þar í kring. Vandamálið hefur verið það að borgin hefur ekki viljað kanna þann möguleika og þá hótað því að taka bara lóðirnar og þetta allt saman í eitthvað annað. Það mundi náttúrlega setja allt í uppnám og ekki viljum við valda því,“ sagði hann. Þá sagðist Sigmundur ekki telja staðsetningu spítalans við Hringbraut hentuga. „ Ég hef lýst því yfir áður og nokkrum sinnum, ég man reyndar ekki hversu mörg ár eru síðan ég ræddi þetta fyrst, að ég teldi ýmislegt benda til þess að til lengri tíma litið, ef menn ætla raunverulega að byggja nýjan landspítala, sé skynsamlegra að gera það annars staðar en við Hringbraut, þá einhvers staðar þar sem hægt sé að byrja frá grunni með glæsilegan, nútímalegan, nýjan spítala á stað sem liggur til dæmis betur við samgönguæðum.“
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira