Inntaka nemenda í framhaldsskóla Tryggvi Gíslason skrifar 21. september 2015 07:00 Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar