Erlent

Grísku þingkosningarnar: Meimarakis viðurkennir ósigur

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningsmenn Syriza fögnuðu þegar fyrstu tölur voru birtar.
Stuðningsmenn Syriza fögnuðu þegar fyrstu tölur voru birtar. Vísir/AFP
Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur nú lýst yfir ósigri og hefur hvatt Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza, til að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er.

Þegar búið er að telja um 13 prósent atkvæðanna, mælist vinstriflokkurinn Syriza með 35 prósent atkvæða og Nýtt lýðræði 28,5 prósent.

Meimarakis óskaði Tsipras til hamingju með sigurinn þegar hann ræddi við blaðamenn.

Svo virðist sem kosningaþátttaka hafi verið sérstaklega lítil, um 52 prósent. Í Grikklandi er skylda að kjósa í þingkosningum og á fólk á hættu að verða sektað, mæti það ekki á kjörstað.

Virðist sem nokkur kosningaþreyta sé kominn í Grikki, en þingkosningar fóru síðast fram í landinu í janúar auk þess að Grikkir kusu um samkomulag við lánardrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×