Fótbolti

Aron Elís byrjaði í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís fór af velli eftir klukkutíma leik.
Aron Elís fór af velli eftir klukkutíma leik. vísir/pjetur
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 1-3 fyrir Odd á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leke James kom Aalesund yfir á 23. mínútu en Pape Paté Diouf jafnaði metin á þeirri 34. Diouf var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu og það var svo Fredrik Jensen sem gulltryggði sigur Odd þegar hann skoraði þriðja mark liðsins á 81. mínútu.

Aron Elís fór af velli á 59. mínútu en hann hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum fyrir Aalesund á tímabilinu. Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Aalesund í dag.

Aalesund er í 10. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 24 leiki. Odd er hins vegar í því fjórða með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×