Að sveigja leikreglurnar Stjórnarmaðurinn skrifar 30. september 2015 07:00 Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira