Opnið búin Elín Hirst skrifar 8. október 2015 07:00 Það er ekki ofmælt að almenningur er í hálfgerðu áfalli eftir að upp komst um það að þær aðstæður sem svín búa við voru í í alltof mörgum tilfellum alls ekki í lagi samkvæmt úttekt Matvælastofnunar. Nú er staðan sú að margir neytendur muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa umrætt kjöt. Það er alveg ljóst að verksmiðjubúskapur, þannig að dýrin þurfi að líða þjáningar, í þeim tilgangi að ná niður verði til neytenda, verður aldrei ásættanlegur. Innlend svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla er hins vegar afar mikilvæg fyrir fæðuframboð á Íslandi. Ljóst er að hjá íslenskum bændum er að finna meiri hreinleika í afurðum en þekkist í innfluttu kjöti vegna þess hve lítið er notað af lyfjum og strangar reglur gilda um að farga skuli sýktu kjöti. Í þessu sambandi er talað um að á Íslandi sé notaður einn fúkkalyfjaskammtur á móti 20 í flestum samkeppnislöndum okkar. Slíkri sýklalyfjanotkun fylgir gríðarleg hætta á að fleiri fúkkalyf verði ónothæf gegn hættulegum sjúkdómum, en sýklalyfjaónæmi verður stöðugt alvarlegra vandamál innan læknisfræðinnar. Ég spái því að í kjölfar þessara tíðinda muni koma fram skýr krafa frá neytendum um að þeir vilji að það kjöt sem þeir kaupa sé vottað með þeim hætti að það sé framleitt við skilyrði sem samræmast lögum um dýravelferð. Einnig er afar mikilvægt að neytendur geti á umbúðum vöru séð hvaðan kjötið kemur sem notað er í álegg, pylsur og fleira. Er um að ræða innlent eða erlent kjöt og kemur kjötið frá búum sem hlotið hafa gæðavottun um dýravelferð? Mig langar að biðja þá sem að þessum rekstri standa að nota nú tækifærið og snúa stöðunni við, snúa sókn í vörn. Á fjölda svína- og kjúklingabúa eru hlutirnir í ágætu lagi og það er sárt að búskussarnir skuli draga alla niður í greininni. Því hvet ég svína- og kjúklingabændur til að opna bú sín, bjóða almenningi í heimsókn og útskýra hvernig aðbúnaður dýranna er og ræða opinskátt hvað megi betur fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ofmælt að almenningur er í hálfgerðu áfalli eftir að upp komst um það að þær aðstæður sem svín búa við voru í í alltof mörgum tilfellum alls ekki í lagi samkvæmt úttekt Matvælastofnunar. Nú er staðan sú að margir neytendur muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa umrætt kjöt. Það er alveg ljóst að verksmiðjubúskapur, þannig að dýrin þurfi að líða þjáningar, í þeim tilgangi að ná niður verði til neytenda, verður aldrei ásættanlegur. Innlend svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla er hins vegar afar mikilvæg fyrir fæðuframboð á Íslandi. Ljóst er að hjá íslenskum bændum er að finna meiri hreinleika í afurðum en þekkist í innfluttu kjöti vegna þess hve lítið er notað af lyfjum og strangar reglur gilda um að farga skuli sýktu kjöti. Í þessu sambandi er talað um að á Íslandi sé notaður einn fúkkalyfjaskammtur á móti 20 í flestum samkeppnislöndum okkar. Slíkri sýklalyfjanotkun fylgir gríðarleg hætta á að fleiri fúkkalyf verði ónothæf gegn hættulegum sjúkdómum, en sýklalyfjaónæmi verður stöðugt alvarlegra vandamál innan læknisfræðinnar. Ég spái því að í kjölfar þessara tíðinda muni koma fram skýr krafa frá neytendum um að þeir vilji að það kjöt sem þeir kaupa sé vottað með þeim hætti að það sé framleitt við skilyrði sem samræmast lögum um dýravelferð. Einnig er afar mikilvægt að neytendur geti á umbúðum vöru séð hvaðan kjötið kemur sem notað er í álegg, pylsur og fleira. Er um að ræða innlent eða erlent kjöt og kemur kjötið frá búum sem hlotið hafa gæðavottun um dýravelferð? Mig langar að biðja þá sem að þessum rekstri standa að nota nú tækifærið og snúa stöðunni við, snúa sókn í vörn. Á fjölda svína- og kjúklingabúa eru hlutirnir í ágætu lagi og það er sárt að búskussarnir skuli draga alla niður í greininni. Því hvet ég svína- og kjúklingabændur til að opna bú sín, bjóða almenningi í heimsókn og útskýra hvernig aðbúnaður dýranna er og ræða opinskátt hvað megi betur fara.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar