Tækifæri en ekki ógn Kolbeinn Árnason skrifar 7. október 2015 07:00 Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun