Samtökin ´78 skora á innanríkisráðherra að beita sér í máli Martin Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 16:40 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Andri Marinó Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“ Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05