Golf

Valdís Þóra á einu höggi yfir pari í Portúgal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Valdís Þóra.
Valdís Þóra. Vísir/Daníel
Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu í gær leik í Portúgal á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í golfi í gær en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Keppast þær um að fá beint sæti á mótaröðinni á næsta ári en tuttugu efstu kylfingarnir að tímabilinu loknu fá beint sæti á lokaúrtökumótið.

Ólafía Þórunn var í betri stöðu fyrir mótið en hún var í 17. sæti á meðan Valdís Þóra var í 24. sæti.

Valdís lék betur í gær en hún krækti í tvo fugla, einn örn og fékk fimm skolla á hringnum en hún lék fyrri níu holurnar á pari.

Ólafía Þórunn lenti í töluverðum vandræðum strax í upphafi en hún var kominn þremur höggum yfir parið að fimm holum loknum. Hún virtist vakna til lífsins við það en hún nældi í tvo fugla og tvo skolla á síðustu þrettán holunum.

Valdís er fjórum höggum á eftir breska kylfingnum Emmu Goddard sem leiðir eftir fyrsta hring en annar hringur mótsins fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×