Merson: Bestu möguleikar Liverpool á Meistaradeildarsæti liggja í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 09:30 James Milner var hvíldur í fyrsta Evrópudeildarleiknum. Vísir/EPA Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30
Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33