Formaður stúdentaráðs HÍ: Frábært að kennarar leiti leiða til að koma kennsluefninu á framfæri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 19:32 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra. Verkfall 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra.
Verkfall 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira