Formaður stúdentaráðs HÍ: Frábært að kennarar leiti leiða til að koma kennsluefninu á framfæri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 19:32 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra. Verkfall 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra.
Verkfall 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira