Bryndís vildi ekki láta öskra á sig | Margrét bauðst til að hætta hjá Keflavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 12:50 Bryndís Guðmundsdóttir fór frá Keflavík til Snæfells. vísir/stefán Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag er Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, hætt sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hún tók þá ákvörðun í dag og sagði starfi sínu lausu með símtali í Hannes S. Jónsson, formann KKÍ. Ástæðan sagði hún á Facebook-sinni vera að hún vildi að Bryndísi Guðmundsdóttur liði vel á æfingum kvennalandsliðsins. Bryndís yfirgaf Keflavík rétt fyrir tímabilið og samdi við Íslandsmeistara Snæfells eftir að hún fékk samningi sínum við uppeldisfélagið rift.Sjá einnig:Sjáðu sigurkörfu Bryndísar | Myndband „Eitthvað var að trufla hana í Keflavík og ég geng út frá því að það hafi verið ég,“ segir Margrét í samtali við Vísi, aðspurð um útskýringar á líðan Bryndísar á komandi landsliðsæfingum. „Ég geri bara ráð fyrir því að ég sé vandamálið og því hætti ég. Ég vil endilega að Íslandi gangi vel og vil allt fyrir kvennakörfuboltann gera. Það er lífsnauðsynlegt því við erum á þvílíkum tímamótum með körfuboltann núna og verðum að einblína á það.“ „Ég sé ekkert endilega fram á neitt vesen, en ef ske kynni að það yrði eitthvað vesen vil ég ekki vera valdur af því. Ég vil ekki vera afsökun fyrir einu né neinu. Svo vil ég líka bara að stelpurnar vinni leikina,“ segir Margrét.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðniu.mynd/kkíFunduðu í tvo tíma Margrét og Bryndís funduðu áður en leikmaðurinn yfirgaf Keflavík og hélt Margrét að þær hefðu skilið í góðu. Bryndís setti upp nokkur atriði sem hún vildi fá framgengt til að halda áfram hjá liðinu að sögn Margrétar, en þjálfarinn gat ekki samþykkt þau öll. „Þetta var fínt samtal hjá okkur. Ég ræddi við hana móðurlega í tvo tíma og reyndi að útskýra að ég væri öll af vilja gerð og gæti mætt henni á hálfri leið en auðvitað gæti ég ekki lofað einu né neinu,“ segir Margrét, en hvað var það sem Bryndís vildi? „Hún vildi láta koma fram við sig öðruvísi en aðra leikmenn. Hún vildi fá öruggar mínútur í liðinu og vera fyrirliði sem ég var reyndar ekkert búin að gefa upp á bátin. Hún þurfti bara að sýna að hún ætti það skilið með hegðun sinni. Svo vildi hún ekki láta öskra á sig. Ég hafði kallað eitthvað á eftir henni á æfingu sem fór ekki vel í hana. Þetta eru atriði sem ekki nokkur einasti þjálfari getur samþykkt,“ segir Margrét.Ekki talað meira saman Eftir að Margrét og Bryndís funduðu áttu þær ekki frekari samskipti og fór svo að leikmaðurinn yfirgaf liðið. Margrét vildi frekar að hún færi en Bryndís. „Ég vildi ekkert að hún færi og er helósátt við þetta. Ég bauðst til að víkja. Það geta næstum því allir þjálfað en það er erfiðara að finna svona góða leikmenn,“ segir Margrét. „Til að segja satt og rétt frá þá hefur hún ekkert talað við mig meira. Ég gekk bara frá þessum fundi okkar og hélt við værum sáttar. Síðan tók stjórnin við.“ „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en það er lítið hægt að gera. Hún treysti sér ekki til að ræða við mig þannig við höfum ekkert rætt um þetta frekar,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir. Ekki hefur náðst í Bryndísi í dag.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira