Margrét hættir að þjálfa landsliðið vegna Bryndísar Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 11:15 Margrét Sturlaugsdóttir með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum. mynd/kkí Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, er hætt í þjálfarateymi kvennalandsliðsins, en hún hefur verið einn af aðstoðarþjálfurum þess undanfarin misseri. Frá þessu greinir Margrét á Facebook-síðu sinni, en hún segir ástæðuna vera þá að hún vill að Bryndísi Guðmundsdóttur, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, líði vel á æfingum landsliðsins. Víkurfréttir segja frá. Bryndís fór í hart við uppeldisfélag sinn fyrr í þessum mánuði og vildi losna undan samningi sem og varð. Hún samdi við Íslandsmeistara Snæfells á föstudagskvöldið og skoraði flautukörfu í fyrsta leik með Snæfelli á laugardaginn sem tryggði meisturunum sigur á nýliðum Stjörnunnar.Bryndís skrifar undir við Snæfell á föstudagskvöldið.mynd/snæfellÞessi ákvörðun Margrétar fer langt með að staðfesta að henni og Bryndísi kom ekki saman, en það var talin ástæða þess að Bryndís yfirgaf uppeldisfélagið sitt allt í einu þegar mótið var rétt að hefjast. „Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan, hringdi í Hannes formann KKÍ. Tilefnið var sorglegt en ég hef ákveðið draga mig út úr þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Erfið ákvörðun en alfarið mín ákvörðun og engin pressa frá neinum svo það sé á hreinu,“ segir Margrét á Facebook-síðu sinni. „Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvennakörfubolta að liðinu gangi vel og þar sem ég hef verið að þjálfa kvennakörfubolta síðan 1988 þá skiptir þetta mig meira máli en allt annað,“ segir Margrét. Bryndís þarf því ekki að hafa samskipti við Margréti frekar en hún vill, en hún er nú komin til nýs liðs í Dominos-deildinni og hittir Margréti ekki á landsliðsæfingum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, er hætt í þjálfarateymi kvennalandsliðsins, en hún hefur verið einn af aðstoðarþjálfurum þess undanfarin misseri. Frá þessu greinir Margrét á Facebook-síðu sinni, en hún segir ástæðuna vera þá að hún vill að Bryndísi Guðmundsdóttur, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, líði vel á æfingum landsliðsins. Víkurfréttir segja frá. Bryndís fór í hart við uppeldisfélag sinn fyrr í þessum mánuði og vildi losna undan samningi sem og varð. Hún samdi við Íslandsmeistara Snæfells á föstudagskvöldið og skoraði flautukörfu í fyrsta leik með Snæfelli á laugardaginn sem tryggði meisturunum sigur á nýliðum Stjörnunnar.Bryndís skrifar undir við Snæfell á föstudagskvöldið.mynd/snæfellÞessi ákvörðun Margrétar fer langt með að staðfesta að henni og Bryndísi kom ekki saman, en það var talin ástæða þess að Bryndís yfirgaf uppeldisfélagið sitt allt í einu þegar mótið var rétt að hefjast. „Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan, hringdi í Hannes formann KKÍ. Tilefnið var sorglegt en ég hef ákveðið draga mig út úr þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Erfið ákvörðun en alfarið mín ákvörðun og engin pressa frá neinum svo það sé á hreinu,“ segir Margrét á Facebook-síðu sinni. „Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvennakörfubolta að liðinu gangi vel og þar sem ég hef verið að þjálfa kvennakörfubolta síðan 1988 þá skiptir þetta mig meira máli en allt annað,“ segir Margrét. Bryndís þarf því ekki að hafa samskipti við Margréti frekar en hún vill, en hún er nú komin til nýs liðs í Dominos-deildinni og hittir Margréti ekki á landsliðsæfingum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira