Íslendingar áfram með æði fyrir iPhonesímum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 08:00 Rose Gold liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. nordicphotos/getty Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland. Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland.
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira