Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Bjarmi Skarphéðinsson Icelandic Glacier-höllinni skrifar 16. október 2015 21:45 Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir/craney Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira