Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“ Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira