Höfrungahlaupið og friðarskylda Þórólfur Matthíasson skrifar 15. október 2015 07:00 Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun