Meniga hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir jákvæð samfélagsleg áhrif Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:17 Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi." Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi."
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira