Nýjar kenningar um réttarheimildir? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 12. október 2015 08:00 Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun