Nýjar kenningar um réttarheimildir? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 12. október 2015 08:00 Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar