Jeb Bush í vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2015 08:45 Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fiorina. Vísir/AFP Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira