Notaði Guardiola leikkerfið 2-3-5 í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 16:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn