311 hafa látið lífið vegna jarðskjálftans 27. október 2015 08:04 Skemmdir vegna jarðskjálftans eru víða miklar. Vísir/EPA Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52
Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00
Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30
Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna