Pírati finnur lykt af vitleysu vegna orða biskups Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 10:09 Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir orð Agnesar M. Sigurðardóttur um að skilgreina þurfi aðskilnað ríkis og kirkju. Vísir/VILHELM Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei. Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei.
Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira