Sagðir stórgræða á olíusölu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 14:15 Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu. Skjáskot Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira