Leggja til að fæðingarorlof verði lengt og hámarksgreiðslur hækki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. október 2015 19:20 Verði frumvarpið að lögum munu foreldrar geta varið fyrsta árinu í fæðingarorlofi með barni sínu. vísir/getty Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30
Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00
Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50
Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00