Aldraðir hafa skilað sínu vinnuframlagi! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun