Ætla mér að komast til Ríó Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2015 06:30 Njarðvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson. Vísir/Stefán Arnar Helgi Lárusson er mættur til Doha í Katar þar sem hann mun taka þátt í þrem greinum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið hefst í gær. Arnar Helgi er 39 ára gamall Njarðvíkingur. Í dag mun Arnar Helgi keppa í 100 metra hjólastólaspretti og þrem dögum síðar er komið að 200 metra keppninni. Hann lýkur svo keppni þann 27. október er hann tekur þátt í 400 metra keppninni. "Ég er bestur í 100 metra sprettinum þó svo ég hafi gert margt annað í stólnum eins og að taka maraþon. Ég hef tekið maraþon í móti á tveim tímum og tveimur mínútum. Á æfingu hef ég farið á einum tíma og 46 mínútum." Arnar Helgi er með auga á að komast inn á Ólympíumót fatlaðra næsta sumar en til þess að komast þangað þarf hann að fara metrana 100 á 16 sekúndum. "Ég á best 17,77 sekúndur í dag en ég hef farið undir 16 sekúndur á æfingu. Á síðustu mótum var bleyta og annað sem stóð í vegi fyrir því að maður næði þeim árangri sem stefnt var að," segir Arnar Helgi en veðuraðstæður ættu þó ekki að vera honum í hag í hitanum í Doha. "Það er bara spurning með vindinn. Hvort hann sé í bakið á manni eða á móti. Það skiptir miklu máli. Við erum auðvitað lélegir af stað en við viðhöldum hraðanum mjög vel er við komumst á siglinguna. Þetta hefur allt verið upp á við hjá mér og ég er alltaf að bæta mig. Markmiðið hjá mér á þessu móti er að tryggja mig inn á Ólympíumótið í 100 metrunum. Ég ætla svo að reyna að bæta mína tíma í hinum vegalengdunum." Þessi metnaðarfulli íþróttamaður á sér fleiri markmið á þessu móti en að tryggja sér farseðilinn til Ríó. "Ég er með lakasta tímann af þeim 18 keppendum sem tryggðu sig inn á mótið og aðalmarkmiðið er að ná betri árangri en einhver af þeim. Svo skiptir alltaf máli hvernig brautin er. Hvort hún sé hröð eða hæg. Ég hef heyrt að hún sé ekkert sérstaklega hröð. Það skiptir ekki máli því ég ætla samt að slá Íslandsmet. Ég er alveg ákveðinn í því." Ólíkt eflaust einhverjum þá óttast Arnar Helgi ekki hitann í Doha þar sem hann segist kunna vel við sig í miklum hita. "Mér líkar vel við góða veðrið. Maður stífnar síður upp í svona aðstæðum og þetta verður bara gaman. Ég fer út með fínt sjálfstraust enda hef ég verið miklu stöðugri í æfingum upp á síðkastið og nú þarf ég bara að negla á það."Arnar Helgi LárussonVísir/StefánStóllinn er úr áli "Það er misjafnt hvað menn fá í vöggugjöf. Ég fékk þessa smíðahæfileika í vöggugjöf sem er gott því ég er ekkert sérstaklega góður á bókina," segir Arnar Helgi um stólinn sem hann keppir í en hann smíðaði stólinn sjálfur. "Stóllinn er smíðaður úr áli til þess að hann sé sem léttastur. Stóllinn er átta kíló sem er gott." Það eru ýmsir staðlar sem stólarnir þurfa að uppfylla og stóllinn hans Arnars uppfyllir þá alla. Arnar segir að það hafi tekið sinn tíma að smíða stólinn. "Það liggur ómældur tími í hönnun og hugsun. Smíðin sjálf hefur tekið svona þrjár vikur. Allir stólar í þessari íþrótt eru sérsmíðaðir. Þetta þarf að vera eins og skór. Þetta þarf að smellpassa og ég þarf að troða mér ofan í stólinn." Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Arnar Helgi Lárusson er mættur til Doha í Katar þar sem hann mun taka þátt í þrem greinum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið hefst í gær. Arnar Helgi er 39 ára gamall Njarðvíkingur. Í dag mun Arnar Helgi keppa í 100 metra hjólastólaspretti og þrem dögum síðar er komið að 200 metra keppninni. Hann lýkur svo keppni þann 27. október er hann tekur þátt í 400 metra keppninni. "Ég er bestur í 100 metra sprettinum þó svo ég hafi gert margt annað í stólnum eins og að taka maraþon. Ég hef tekið maraþon í móti á tveim tímum og tveimur mínútum. Á æfingu hef ég farið á einum tíma og 46 mínútum." Arnar Helgi er með auga á að komast inn á Ólympíumót fatlaðra næsta sumar en til þess að komast þangað þarf hann að fara metrana 100 á 16 sekúndum. "Ég á best 17,77 sekúndur í dag en ég hef farið undir 16 sekúndur á æfingu. Á síðustu mótum var bleyta og annað sem stóð í vegi fyrir því að maður næði þeim árangri sem stefnt var að," segir Arnar Helgi en veðuraðstæður ættu þó ekki að vera honum í hag í hitanum í Doha. "Það er bara spurning með vindinn. Hvort hann sé í bakið á manni eða á móti. Það skiptir miklu máli. Við erum auðvitað lélegir af stað en við viðhöldum hraðanum mjög vel er við komumst á siglinguna. Þetta hefur allt verið upp á við hjá mér og ég er alltaf að bæta mig. Markmiðið hjá mér á þessu móti er að tryggja mig inn á Ólympíumótið í 100 metrunum. Ég ætla svo að reyna að bæta mína tíma í hinum vegalengdunum." Þessi metnaðarfulli íþróttamaður á sér fleiri markmið á þessu móti en að tryggja sér farseðilinn til Ríó. "Ég er með lakasta tímann af þeim 18 keppendum sem tryggðu sig inn á mótið og aðalmarkmiðið er að ná betri árangri en einhver af þeim. Svo skiptir alltaf máli hvernig brautin er. Hvort hún sé hröð eða hæg. Ég hef heyrt að hún sé ekkert sérstaklega hröð. Það skiptir ekki máli því ég ætla samt að slá Íslandsmet. Ég er alveg ákveðinn í því." Ólíkt eflaust einhverjum þá óttast Arnar Helgi ekki hitann í Doha þar sem hann segist kunna vel við sig í miklum hita. "Mér líkar vel við góða veðrið. Maður stífnar síður upp í svona aðstæðum og þetta verður bara gaman. Ég fer út með fínt sjálfstraust enda hef ég verið miklu stöðugri í æfingum upp á síðkastið og nú þarf ég bara að negla á það."Arnar Helgi LárussonVísir/StefánStóllinn er úr áli "Það er misjafnt hvað menn fá í vöggugjöf. Ég fékk þessa smíðahæfileika í vöggugjöf sem er gott því ég er ekkert sérstaklega góður á bókina," segir Arnar Helgi um stólinn sem hann keppir í en hann smíðaði stólinn sjálfur. "Stóllinn er smíðaður úr áli til þess að hann sé sem léttastur. Stóllinn er átta kíló sem er gott." Það eru ýmsir staðlar sem stólarnir þurfa að uppfylla og stóllinn hans Arnars uppfyllir þá alla. Arnar segir að það hafi tekið sinn tíma að smíða stólinn. "Það liggur ómældur tími í hönnun og hugsun. Smíðin sjálf hefur tekið svona þrjár vikur. Allir stólar í þessari íþrótt eru sérsmíðaðir. Þetta þarf að vera eins og skór. Þetta þarf að smellpassa og ég þarf að troða mér ofan í stólinn."
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira