Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fer til Landsfundar um næstu helgi með eitt minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fer til Landsfundar um næstu helgi með eitt minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. visir/ernir
Í nýrri könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna ber það helst til tíðinda að Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist nú með 21,7 prósent miðað við 25,3 prósent í síðustu mælingu sem var 24. september. Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina verulega og mælist nú 31,4 prósent en mældist 35 prósent í síðustu mælingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR sem var að birta nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Könnunin var framkvæmd dagana 8. til 16. október og var heildarfjöldi svarenda 934 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Úr nýrri könnun MMR.
VG orðin stærri en Samfylking

Annað sem athyglisvert má heita er að Píratar mælast enn með mest fylgi flokka eða með 34,2 prósent. Og VG rís úr öskustónni, að einhverju leyti og er nú með 11,8 prósent miðað við 8,3 prósenta fylgis í síðustu könnun.  Það er meira en Samfylkingin mælist með, sem er 11,3 prósent.

Framsóknarflokkurinn mælist með 10,4 prósent og Björt framtíð mælist með 6,5 prósent. Samanlagt eru því stjórnarflokkarnir með 32,1 prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×