Ásmundur: Efaðist um að Ásgeir Börkur væri minn maður Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 17:23 Ásmundur Arnarsson fékk Ásgeir Börk þrátt fyrir ummæli hans. vísir/daníel/vilhelm Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, sem þjálfaði Fylki og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, lagði spilin á borðið í uppgjörsviðtali um Pepsi-deildina í Akraborginni í dag. Þar ræddi Ásmundur um brottreksturinn frá Fylki, en hann var látinn fara eftir þrjú ár í Árbænum. „Maður fór að verða var við þrýsting og pirring eftir Skagaleikinn. Maður veit, sem þjálfari, að maður getur alltaf verið rekinn. Það gerist ef liðið er gjörsamlega óásættanlegum stað eða ef menn geta ekki unnið saman,“ sagði Ásmundur.Allt viðtalið má heyra neðst í fréttinni. „Þriðja atriðið sem skiptir milu máli er að halda klefanum. Það sem gerist eftir Skagaleikinn er að stjórnin tekur nokkra menn og ræðir við þá án minnar vitundar.“ „Stjórnin ræðir við þá um hvort ég hefði átt að gera betur hér og þar. Þarna vil ég meina, þó það hafi ekki verið þeirra vilji, að hafi verið grafið undan mér og ég missti aðeins traustið í klefanum,“ sagði Ásmundur.Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni með Fylki.vísir/daníelPressa frá fjölmiðlamönnum Eftir 4-0 tap í Vestmannaeyjum var Ásmundur svo látinn fara, en þar sprakk allt í klefanum eftir leik og þurfti að stíga á milli fyrirliða liðsins og forráðamanns þess sem rifust heiftarlega. Ásmundur sagði það ekki hafa hjálpað sér að fjölmiðlamenn gagnrýndu liðið harkalega þrátt fyrir að vera meira og minna á þeim stað í töflunni sem þeim var spáð. „Í framhaldi af þessum fundum fór maður að hugsa að það gæti eitthvað farið að gerast. Engu að síður voru samskipti mín og stjórnar 100 prósent góð,“ sagði Ásmundur. „Hins vegar var mikið talað um það af fjölmiðlamönnum, sem spáðu okkur í 6.-7. sæti, að staða okkar í deildinni væri skandall og það hlyti að vera kominn tími á breytingar.“ „Þetta var ítrekað farið yfir og nefnt í öllum helstu umfjöllunum þannig það skapaðist þrýstingur einhverskonar. Hvers vegna niðurstaðan var svona veit ég ekki.“ „Eftir uppákomuna í Eyjum þar sem þurfti að ganga á milli manna gerði ég mér grein fyrir því, að það væri verið að ræða þetta mál. Ég ákvað bara að gefa þeim frið í það og lét dagana líða. Svo fæ ég símtal á mánudagsmorgni og þetta var klárað í hádeginu,“ sagði Ásmundur.Hermann Hreiðarsson var maðurinn sem Ásgeir Börkur vildi og hann tók við liðinu af Ásmundi.vísir/valliFlókið mál Ásmundur ræddi einnig annað málefni sem gerði honum erfitt fyrir. „Tímabilið var ekki byrjað þegar eiginlega var komið babb í bátinn,“ sagði hann og vísaði til félagaskipta Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, fyrirliða Fylkis. Síðasta haust var sterkur orðrómur um að Hermann Hreiðarsson yrði ráðinn þjálfari Fylkis og Ásgeir Börkur lýsti yfir mikilli ánægju með það í viðtali við 433.is Ásgeir skaut leynt og ljóst á Ásmund þegar hann sagði: „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði.“Sjá einnig:Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki „Þetta var ekkert einfalt mál að tækla,“ sagði Ásmundur í Akraborginni í dag. „Þetta er túlkað á þann hátt að hann sé að setja út á það sem á undan er gengið og vilji fá Hemma sem þjálfara. Hann var á leiðinni heim og Árbærinn vildi Börkinn heim. Þarna var komin upp flókin staða.“ Ásmundur segist hafa sett allar sínar skoðanir til hliðar og lagt mikið á sig til að fá Ásgeir Börk sem var með samningstilboð frá fleiri liðum. „Ég vildi fá hann. Árbærinn er hjarta hans og þannig leikmenn viltu hafa. Ég lagði því mitt að mörkum til að fá hann, en auðvitað setti þetta samt strik í reikninginn áður en farið var af stað með þetta,“ sagði Ásmundur, en voru það mistök? „Ég hafði aldrei efasemdir um að hann myndi passa inn í hópinn, en ég efaðist um að hann væri minn maður. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvort þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Ásmundur Arnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira