Á Ósi hjálpast allir að Eva Bjarnadóttir og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2015 00:00 Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun