Manneskjur sem við áttum aldrei að kynnast Erla Björg Gunnarsdóttir. skrifar 20. október 2015 07:00 Tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Útlendingastofnunar um að leyfa albanskri fjölskyldu að búa á Íslandi. Fjölskyldan er í hópi 25 hælisleitenda sem fengu synjun um hæli á föstudaginn. Af hverju erum við svona æst yfir þessari einu fjölskyldu? Erum við að missa okkur í tilfinningakláminu? Hælisleitendum er almennt haldið utan við samfélagið á meðan þeir bíða eftir niðurstöðu. Við hittum þá ekki í búðinni, þeir eru ekki vinir barnanna okkar og við vitum ekki hvað þeir heita. Þeir eru tölur, umsóknir hjá stofnun, andlitslaus hópur. Og það sama átti að gilda um þessa fjölskyldu. Hún var búin að vera á landinu í fjóra mánuði þegar blaðamaður Fréttablaðsins fjallaði um félagsstarf hælisleitenda og tók eftir að ekkert barnanna var í skóla á skólatíma. Í kjölfarið var fjallað um aðstæður fjölskyldunnar í Fréttablaðinu, að það eina sem þau hefðu fyrir stafni væri að horfa út um gluggann og að ekki væri búið að sækja um lögbundna skólavist fyrir börnin. Viku eftir umfjöllun voru börnin þrjú komin í skóla, búin að hitta krakka, eignast daglegt líf og fjölskyldan fékk loksins að tilheyra samfélagi. Þess vegna deila börn í Laugarneshverfi undirskriftasöfnun á samfélagsmiðlunum með orðunum: „Plís, skrifið undir. Ég vil ekki að vinkona mín verði send úr landi.“ Við vitum að milljón aðrir flóttamenn eru í lífshættu og við vitum að einhverjar reglur segja hitt og einhver lög segja þetta. En við erum að berjast fyrir nágranna, skólasystur og félaga. Þetta eru ekki lengur tölur, heldur manneskjur. Þetta er ekki tilfinningaklám, heldur raunveruleiki. Og nú velti ég fyrir mér af hverju Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir börnin fyrr en eftir þrýsting. Tafðist það raunverulega vegna anna? Eða vildu þau ekki koma okkur hinum í uppnám? Eða er kannski vesen að græja skólavist fyrir alla hælisleitendur, hleypa þeim út í samfélagið og eiga á hættu að fá senda undirskriftalista í hverri viku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Útlendingastofnunar um að leyfa albanskri fjölskyldu að búa á Íslandi. Fjölskyldan er í hópi 25 hælisleitenda sem fengu synjun um hæli á föstudaginn. Af hverju erum við svona æst yfir þessari einu fjölskyldu? Erum við að missa okkur í tilfinningakláminu? Hælisleitendum er almennt haldið utan við samfélagið á meðan þeir bíða eftir niðurstöðu. Við hittum þá ekki í búðinni, þeir eru ekki vinir barnanna okkar og við vitum ekki hvað þeir heita. Þeir eru tölur, umsóknir hjá stofnun, andlitslaus hópur. Og það sama átti að gilda um þessa fjölskyldu. Hún var búin að vera á landinu í fjóra mánuði þegar blaðamaður Fréttablaðsins fjallaði um félagsstarf hælisleitenda og tók eftir að ekkert barnanna var í skóla á skólatíma. Í kjölfarið var fjallað um aðstæður fjölskyldunnar í Fréttablaðinu, að það eina sem þau hefðu fyrir stafni væri að horfa út um gluggann og að ekki væri búið að sækja um lögbundna skólavist fyrir börnin. Viku eftir umfjöllun voru börnin þrjú komin í skóla, búin að hitta krakka, eignast daglegt líf og fjölskyldan fékk loksins að tilheyra samfélagi. Þess vegna deila börn í Laugarneshverfi undirskriftasöfnun á samfélagsmiðlunum með orðunum: „Plís, skrifið undir. Ég vil ekki að vinkona mín verði send úr landi.“ Við vitum að milljón aðrir flóttamenn eru í lífshættu og við vitum að einhverjar reglur segja hitt og einhver lög segja þetta. En við erum að berjast fyrir nágranna, skólasystur og félaga. Þetta eru ekki lengur tölur, heldur manneskjur. Þetta er ekki tilfinningaklám, heldur raunveruleiki. Og nú velti ég fyrir mér af hverju Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir börnin fyrr en eftir þrýsting. Tafðist það raunverulega vegna anna? Eða vildu þau ekki koma okkur hinum í uppnám? Eða er kannski vesen að græja skólavist fyrir alla hælisleitendur, hleypa þeim út í samfélagið og eiga á hættu að fá senda undirskriftalista í hverri viku?
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun