Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 14:31 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“ Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira