Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 14:31 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira