Delta byrjar að fljúga milli Íslands og Minneapolis næsta sumar Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2015 10:47 Delta verður með daglegt flug til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum, tengiflug til 130 áfangastaða í boði. Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas. Fréttir af flugi Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP), segir í tilkynningu. Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Íslands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu. „Ísland hefur reynst afar vinsæll áfangastaður hjá Bandaríkjamönnum og með nýrri flugleið styður Delta við íslenska ferðaþjónustu.“ Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél sem hefur 20 sæti á lúxusfarrými, 29 sæti á Delta Comfort+ farrrými og 150 sæti á almennu farrými. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætlunarflug milli Íslands og New York mundi hefjast í febrúar og standa í 7 mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengiflug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Meðal vinsælla áfangastaða í framhaldsflugi Delta eru Miami, Orlando, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas.
Fréttir af flugi Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira