Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim. vísir/epa Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira