Harden fór á kostum í fjórða sigri Rockets í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2015 11:00 Skeggið á Harden þykir til fyrirmyndar. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins: NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins:
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira