Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2015 21:15 Róbert Gunnarsson í baráttunni. Vísir/EPA Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti