Seðlabankastjóri boðar afnám hafta á almenning á næsta ári ingvar haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hugsanlegt að lífeyrissjóðum verði hleypt sérstaklega úr höftum. vísir/stefán karlsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“ Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira