Körfubolti

Warriors vann einvígi ósigruðu liðanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stephen Curry fagnar.
Stephen Curry fagnar. vísir/getty
Vatn er blautt, himininn er blár og Stephen Curry fer á kostum í NBA-deildinni. Þetta eru þrír hlutir sem breytast greinilega ekki.

Curry skoraði 31 stig í nótt er meistarar Golden State Warriors skelltu LA Clippers, 112-108, í hörkuleik í nótt. Golden State er því búið að vinna alla fimm leiki sína í vetur.

Harrison Barnes bætti við 17 stigum og þau hjálpuðu til við að snúa leiknum Warriors í hag er liðið var tíu stigum undir í fjórða leikhluta.

Chris Paul skoraði 24 stig fyrir Clippers og Blake Griffin var með 23 stig að þessu sinni. Clippers var búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og þetta var því fyrsta tap liðsins.

Curry er nú búinn að skora 179 stig í vetur og það er það mesta síðan leiktíðina 1991-92 er Michael Jordan skoraði 182 stig í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Úrslit:

Indiana-Boston  100-98

Washington-San Antonio  102-99

Atlanta-Brooklyn  101-87

Cleveland-NY Knicks  96-86

Houston-Orlando  119-114

Milwaukee-Philadelphia  91-87

Oklahoma-Toronto  98-103

Phoenix-Sacramento  118-97

Utah-Portland  92-108

Golden State-LA Clippers  112-108

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×